Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur ákveðið að breyta lánshæfismatshorfum norska tryggingafélagsins Nemi í neikvæðar úr stöðugum. Nemi hefur lánshæfismatið BBB hjá S&P.

Peter McClean, sérfræðingur hjá fyrirtækinu, segir ákvörðunina endurspegla óvissu um framtíð félagins eftir að Tryggingamiðstöðin (TM) gerði kauptilboð í félagið að virði 887 milljónum norskar krónur, eða rúmlega 10 milljarðar íslenskar krónur.

TM hefur tryggt sér 68% í Nemi og hefur gert öðrum hluthöfum kauptilboð, sem nemur 62,5 norskum krónum á hlut. Stjórn Nemi hefur beðið hluthafa um að hugsa sig um vandlega hvort þeir taki tilboðinu.

S&P segir horfur Nemi neikvæðar vegna þess að ekki er vitað hvort að TM takist að kaupa allt hlutafé Nemi og afskrá félagið og bætir við að óljóst sé hvaða áhrif yfirtaka TM hafi á félagið ef kaupin ganga eftir.