Enn eitt metið var slegið í Kauphöllinni í New York í gær en þá sló Standard & Poor?s 500 vísitalan met er hún fór í 1,527.46 stig í fyrsta sinn síðan í marsmánuði ársins 2000. Frammistaða S&P 500 þykir gefa góða vísbendingu um almenna frammistöðu hlutabréfamarkaðaris.

Hækkanir gærdagsins má rekja til fregna um yfirtökur á fyrirtækjum. Tíðar yfirtökur hafa átt sinn þátt í að hlutabréf hafa farið hækkandi á mörkuðum vestanhafs undanfarið en hafa einkafjárfestingasjóðir gengið rösklega fram í þeim efnum. Fjárfestar héldu áfram að þrýsta vísitölum upp á við vegna fregna af markaði en ekkert virðist benda til þess að draga muni úr yfirtökuhrinu undanfarinna mánaða. Til að mynda var á sunnudag tilkynnt um yfirtöku á fjarskiptafyrirtækinu Allstel og General Electric tilkynnti í gær um sölu plastframleiðsluhluta fyrirtækisins til Sádi-Arabíu.