Matsfyrirtækið Standard & Poor's setti í dag lánshæfishorfur neyðarsjóðs Evrópusambandsins á athugunarlista. Svo getur farið að lánshæfishorfur sjóðsins verði færðar úr stöðugum í neikvæðar.

Matið er í samræmi við breyttar lánshæfiseinkunnar matsfyrirtækisins á skuldbindingum sex Evrópuríkja. Þar á meðal eru Austurríki, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Lúxemborg og Holland en öll eru þau með hæsta lánshæfismat.

Ekki liggur fyrir hvernig breyttar einkunnir á neyðarsjóðnum geti litið út.Nýtt mat getur litið dagsins ljós eftir um þrjá mánuði.

Í netútgáfu bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal segir að lánshæfishorfur sjóðsins verði færðar niður um einn eða tvo flokka þótt einkunnir hans standi í stað.