Alþjóðlega lánshæfismatsþjónustan Standard & Poor’s hefur nú gefið út staðfestingu á mati sínu á lánshæfi Íbúðalánasjóðs. Matið fær einkunnina ‘BB-/B’, með stöðugar horfur.

Fyrr í mánuðinum hækkaði S&P lánshæfismat sitt á íslenska ríkinu í ‘BBB+’. Í ljósi hækkunarinnar auk lánshæfis Íbúðalánasjóðsins eins og sérs - sem hefur einkunnina ‘b-‘ - er staða sjóðsins, vernduð af ríkinu, metin sem ‘BB-/B’.

Í skýrslunni segir meðal annars að S&P finnist ólíklegt að efnahagslegar aðstæður Íbúðalánasjóðs muni breytast mikið yfir næsta árið. Þetta sé vegna þess að ríkið muni að öllum líkindum sjá til þess að reksturinn haldist sá sami - haldandi rekstrarhagnaði í lágmarki með litla fjármagnssöfnun.