Matsfyrirtækið Standard&Poor‘s hafa sett Tryggingarmiðstöðina (TM) á athugunarlista með neikvæðar horfur. Hlutdeildarfélag TM í Noregi, NEMI Forsikring ASA, hefur einnig verið sett á listann. Lánshæfismat TM fyrir langtímaskuldbindingar er í dag BBB-.

Þessi breytingar eru gerðar í kjölfar nýsamþykktra laga sem víkka stórlega út valdheimildir Fjármálaeftirlitsins til að hlutast til um rekstur fjármálafyrirtækja. Lánshæfismat íslenska ríkisins var lækkað af S&P í gær.

Óbreytt lánshæfiseinkunn TM og NEMI endurspeglar þó ágæta stöðu og fjármögnun fyrirtækjanna. Neikvæðir þættir eru áhætta í rekstri á Íslandi sökum efnahagslegra, ytri aðstæðna og jaðarhagnaður TM af innlendri starfsemi.

S&P telur að eignarhald Stoða á TM veki upp spurningar: „Þrátt fyrir að Stoðir hafi greiðslustöðvun til 20. október, eru framtíðarhorfur um eignarhald félagsins í óvissu."