Standard & Poor’s breytti horfum um lánshæfismat ríkissjóðs Ítalíu úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðurnar eru aðallega lág hagvaxtaspá og efasemdir um að landið ráði við skuldir sínar.

Breyttar horfur auka líkur á lækkun lánshæfismats Ítalíu, sem eykur líkuna á að skuldakrísan breiðist út til fleiri landa Evrópu eins og margir sérfræðingar hafa spáð síðastliðið ár.

Ekki hjálpar að ríkisstjórn Silvio Berlusconi er veik og ekki líkleg til að gera nauðsynlegar úrbætur til að auka hagvöxt.

Einkunn fyrir langtímaskuldbindingar Ítalíu er A+ og A- fyrir skammtímaskuldbindingar.