*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 30. nóvember 2013 17:36

S&P varaði við skuldaniðurfellingum

Alveg er óljóst hvernig lánshæfistmatsfyrirtækin bregðast við tíðindum af skuldaniðurfellingum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Alls óvíst er hvaða áhrif fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum rikisins kunna að hafa á lánshæfismat ríkissjóðs. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors fjallaði um fyrirhugaðar skuldaniðurfærslur í mati sínu frá því í sumar þegar horfum á lánshæfismati var breytt úr stöðugum í neikvæðar. 

Í matinu segir að ef skuldaniðurfellingartillögur muni fela í sér að áætlanir hins opinbera í fjármálum og efnahagsstefnu verði ófyrirsjáanlegri en nú er geti það orðið til þess að lánshæfismatið verði lækkað. Skuldaniðurfellingar geti falið í sér frávik frá efnahagsstefnu ríkistjórnarinnar sem hafi hingað til falið í sér að lágmarka skuldir ríkisins og takmarka kostnað ríkisins af fjármálakreppunni. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði þó á það áherslu á blaðamannafundi í dag að aðgerðirnar fælu ekki í sér auknar skuldbindingar ríkisins.