Vaxandi fjöldi skuldsettra yfirtökusamninga, sem fjárfestingarsjóðir hafa gert til að fjármagna kaup á fyrirtækjum, eru í hættu á að brjóta upphaflega sáttmála samningins eða lenda í vanskilum með lánagreiðslur, samkvæmt nýrri rannsókn alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor´s.

Að mati S&P hafa sum fyrirtæki skuldsett sig umfram það sem þau geta ráðið við, sem gæti skapað ýmis vandamál fyrir þau á næstu misserum – ekki síst ef bandaríska hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið og áframhald verður á umróti á fjármálamörkuðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .