Hlutabréfavísitalan Standard & Poor´s 500 í Bandaríkjunum hefur hækkað mikið það sem af er ári. Hefur þróunin ekki verið svo hagstæð í byrjun árs síðan árið 1989, að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Vísitalan hækkaði um 1,3% við opnun markaða í dag. Er það rakið til nýrra gagna um vinnumarkaðinn vestanhafs. Atvinnuleysi hefur dregist saman og mælist nú 8,3%. S&P vísitlan hefur hækkað síðustu fimm vikur, sem er lengsta hækkunarferli í heilt ár.