Gengi Standard & Poor´s 500 vísitölunnar hefur farið hækkandi og hefur nú náð svipuðum hæðum og í júní 2008, að því er fram kemur í frétt Bloomberg.

Hækkunin við lokun markaða vestanhafs í gær nam 0,2%. Þetta var í þriðja sinn í vikunni sem S&P vísitalan varð hærri en á árinu 2008, en sú hækkun hélt ekki út daginn.