Hagstofan mun birta júlímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) mánudaginn 23. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi sú spá eftir mun það verða til þess að ársverðbólgan mun hækka úr 2,6% í 2,7%.