Greiningardeild Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í maí. Miðað við það er tólf mánaða verbólga 7,2% samanborið við 8,3% í apríl. Án skattaáhrifa mun verðbólgan mælast 5,8%. Forsendur spárinnar eru sagðar meðal annars þær að litlar breytingar verði á húsnæðis- og eldsneytisverði og að almennar verðhækkanir verði hóflegar líkt og í apríl. Starfsmenn greiningardeildar Arion telja að heilt yfir megi gera ráð fyrir mjög takmörkuðum verðhækkunum á næstu mánuðum og að verðbólga verði í kringum 2,5% markmið Seðlabankans í árslok. Ástæðurnar séu annarsvegar jákvæð þróun krónunnar og hinsvegar það að kreppan setji hækkunargetu kaupmanna ákveðnar skorður.