Hagstofan mun birta desembermælingu vísitölu neysluverðs föstudaginn 19. desember næstkomandi. Hagfræðideild Landsbankans spáir því vísitalan muni hækka um 0,2% milli mánaða. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 0,7% í desember sem yrði lægsta verðbólga frá því í lok árs 1994.

Hagfræðideildin telur helstu áhrifavalda til hækkunar á vísitölunni verða flugfargjöld til útlanda, sem muni hækka yfir hátíðirnar, og reiknuð húsaleiga, þar sem húsnæðisverð muni halda áfram að hækka. Helsti áhrifavaldurinn til lækkunar verði hins vegar bensís, þar sem ekkert lát sé á lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu.

Gangi spá hagfræðideildarinnar eftir mun ársverðbólga fara niður fyrir neðri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Við slíkar aðstæður ber Seðlabankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur hver ástæða frávikanna sé og hvernig bankinn hyggist bregðast við.

Lesa má spá hagfræðideildarinnar hér .