Stýrivextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur á miðvikudag og fara þeir við það í 6%, samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka

Í stýrivaxtaspá deildarinnar segir m.a. að meginforsenda hærri vaxta sé mun dekkri verðbólguhorfur í ljósi þróunar gengis krónunnar undanfarið. Á móti vegi að nú hægi á vexti innlendrar eftirspurnar og að verðbólguþróunin undanfarið hefur verið öllu hagfelldari en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans

Greining Íslandsbanka segir talsverða óvissu í vaxtaspánni. Þó er bent á að í síðustu fundargerð peningastefnunefndar hafi komið fram að tveir af fimm nefndarmönnum vildu hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á síðasta vaxtaákvörðunarfundi í byrjun október.

Greiningin segir jafnframt að reiknað sé með því að verðbólgan verði áfram talsverð og umtalsvert yfir markmiði peningastefnunnar. Hún gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni bregðast við með frekari hækkun stýrivaxta á næstunni. Í samræmi við það muni stýrivexti verða 6,4% að meðaltali á næsta ári og 6,7% árið 2014 samanborið við 5,4% í ár.

Stýrivaxtaspá Greiningar Íslandsbanka