*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 24. júní 2019 08:45

Spá 0,25% stýrivaxtalækkun

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25%. Frá þessu er greint í Hagsjá Landsbankans.

„Verðbólguvæntingar hafa lækkað verulega á síðustu mánuðum. Lækkunina má vafalaust að stórum hluta rekja til hóflegri kjarasamninga en margir óttuðust í apríl síðastliðnum," segir í Hagsjánni.

„Lægri verðbólguvæntingar gera Seðlabankanum kleift að ná verðbólgumarkmiði sínu með lægra vaxtastigi en ella og mun peningastefnunefnd eflaust horfa til þess við vaxtaákvörðunina nú í vikunni. Við spáum því að nefndin lækki vexti um 0,25 prósentustig"