Samkvæmt nýjustu spá greiningardeildar Arion banka mun vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,3% milli mánaða í apríl. Gangi spáin eftir mun árstaktur verðbólgunnar hækka úr 1,5% í 1,7%. Greiningardeild Íslandsbanka hafði áður spáð fyrir um 0,4% hækkun neysluverðs.

Bankinn spáir því að ársverðbólgan muni mælast undir 2% á næstu mánuðum og jafnvel inn á þriðja ársfjórðung. Þrátt fyrir það gerir bankinn ráð fyrir því að eldsneyti muni halda áfram að fara hækkandi sem í kjölfari muni hafi áhrif á flugfargjöld. Gert er ráð fyrir því að verðbólga muni aukist þegar líður á seinni hluta ársins.

Það sem af er ári hefur nafngengi krónunnar styrkst um 2,2%. Gengi krónunnar hefur verið frekar stöðugt undanfarið en styrkst jafnt og þétt. Síðustu 12 mánuði hefur gengið í heildina styrkst um 8,5%.

Greiningardeild bankans vísar til þess að gengisleki (áhrif gengis á verðlag) hafi yfirleitt verið metinn talsverður á Íslandi og því auðvelt að sjá að gengisstyrking krónunnar undanfarið hefur haldið aftur af verðbólgu. Einnig hefur lækkun á hrávöruverði hjálpað til. Olíuverð hefur þó hækkað á alþjóðamörkuðum undanfarið og má búast við að áhrif af innfluttri verðhjöðnun fari hægt og rólega dvínandi á næstunni.

Áhugasamir geta kynnt sér spár greiningardeildarinnar nánar hér.