Seðlabanki Frakklands spáir því að hagkerfið vaxi örlítið á þriðja fjórðungi þessa árs. Vöxturinn verður þó líklegast ekki hærri en 0,3%. Það er þó 0,1% betri spá en hagfræðingar hafa haldið fram. Frakkland er næst stærsta hagkerfi evrusvæðisins, en hagvöxtur hefur verið flatur í þó nokkurn tíma.

Rétt eins og aðrar Evrópuþjóðir, hefur Frakkland fengið að finna fyrir þeirri efnahagslegu óvissu sem hefur komið í kjölgar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Við þá óvissu hefur þó bæst hryðjuverkaógn, en á seinustu tólf mánuðum hafa orðið mannskæðar árásir í bæði París og Nice.