Markaðsaðilar eru samhljóða í spá sinni um að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% er Hagstofan birtir vísitöluna klukkan níu í fyrramálið, að sögn greiningardeild Landsbankans.

?Gangi spárnar eftir nemur tólf mánaða hækkun 7,4%. Þetta er lítils háttar lækkun frá september þegar tólf mánaða hækkunin var 7,6%. Helstu liðir sem leiða til hækkunar vísitölunnar nú eru matvara, fatnaður og þjónustuliðir. Á móti vegur mikil lækkun á eldsneytisverði frá seinustu mælingu," segir greiningardeildin.