Greining Íslandsbanka telur líklegt að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,5 prósentustig þann 29. september næstkomandi og vextir bankans verði þá komnir í 10%. Bankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,4 prósentustig á rétt rúmu ári eða frá því vaxtahækkunarferill bankans hófst í maí í fyrra. Verðbólga hefur aukist mikið síðustu tvo mánuði og útlit er fyrir að bankinn missi hana aftur út fyrir efri þolmörk peningastefnunnar (4%) í september.

Seðlabankinn gæti farið með stýrivexti sína yfir 10% Seðlabankinn sagði samhliða síðustu vaxtahækkun að frekari aðhaldsaðgerða kynni að verða þörf. Óvissa spárinnar um 10% stýrivexti virðist nú liggja fremur í þá átt að bankinn muni hækka vexti meira á næstunni þar sem verðbólguhorfur gætu versnað.

Í útgáfu Peningamála í júní síðastliðnum spáði Seðlabankinn 4,4% framleiðsluspennu á næsta ári og 3,6% verðbólgu. "Miðað við þær forsendur gefur Talor reglan niðurstöðuna 9,35% stýrivexti sem rímar gróflega við núverandi stýrivaxtastig. Fari gengi kónunnar lækkandi á næstunni líkt og við reiknum með má búast við aukinni verðbólgu. Ef verðbólgan tefndi t.d. á 5% gætum við séð Seðlabankann fara með stýrivexti sína í yfir 11%," segir í frétt Greiningar Íslandsbanka.