Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að neysluverð lækki um 0,7% í janúar frá desembermánuði. Ef spá deidlarinnar gengur eftir verður verðbólga óbreytt, eða um 2%.

Miðað við spána verður verðbólga því enn undir verðbólguspá Seðlabankans, sem er 2,5%. Einnig segir í tilkynningu greiningardeildarinnar að verðbólguspár hennar til langs tíma séu óbreyttar.

Helstu áhrifavaldar spáðrar lækkunar eru þá útsöluáhrif, sem hafa veruleg tímabundin lækkandi áhrif á verðlag neysluvarnings.

Einnig mun verðlag á flugfargjöldum lækka verulega, en þau hækkuðu um 18% í desember. Aukreitis lækkar verð á eldsneyti um 3,4% í kjölfar verulegrar verðlækkunar olíuverðs á heimsmörkuðum.