Talsmenn Xerox, eins stærsta framleiðandi prentara í heimnum, telja að hagnaður af hlutabréfum í fyrirtækinu aukist um 10-15% á næsta ári, einkum sökum aukinna vinsælda litaprentunar. Þeir spá 3% tekjuaukningu á næsta ári, að því er fram kemur í Reutersfrétt, en það er í samræmi við spár greiningadeilda.

Verði gengi Bandaríkjadals áfram á svipuðu róli aukast tekjurnar hins aðeins um 1% en spá fyrirtækisins byggir á þeirri forsendu að dalurinn veikist gagnvart útlendum gjaldmiðlum.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.