Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 1,2% á evrusvæðinu á þessu ári, samkvæmt hagspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB). Fram kemur í spánni að nokkur munur er á stöðu landanna og muni sum evruríkjanna glíma áfram við það að hífa sig upp úr kreppunni.

Fram kemur í umfjöllun breska dagblaðsins Financial Times að hagspáin sé örlítið jákvæðari en fyrri spá var sem hljóðaði upp á 1,1% hagvöxt á evrusvæðinu undir lok síðasta árs. Munar þar um betri gang í spænsku efnahagslífi en áður var reiknað með, að því er segir í umfjöllun Financial Times. Þar er spá 1% hagvexti á árinu í stað 0,5% hagvaxtar.

Af einstökum ríkjum má nefna að gert er ráð fyrir 0,6% hagvöxt á Ítalíu á þessu ári, 0,1% samdrætti í Slóveníu, og 0,2% hagvext í Finnlandi.

Þá er staða atvinnumála ekki jákvæð. Atvinnuleysi á Grikklandi og Spáni er í kringum 26%, 16,8% í Portúgal og víða yfir 10%.