IFS Greining spáir hagnaði af rekstri Bakkavarar á fjórða fjórðungi 2008, eftir erfiða fjórðunga þar á undan.

Því er spáð að hagnaður félagsins verði 2 milljónir punda á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs. Til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,4 milljónum punda síðustu þrjá mánuði ársins 2007.

Í umfjöllun um Bakkavör segir að kostnaður vegna endurskipulagningar á verksmiðjum í Bretlandi verði áfram nokkur á fjórðungnum sem skýri áframhaldandi slaka framlegð. Þá segir að helsta verkefni næstu mánaða verði að vinna við skammtímafjármögnun félagsins en stór gjalddagi sé í maí.