Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti um 0,25 prósentu á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum á miðvikudag. Deildin segir í spá sinni að þótt verðbólga hafi hjaðnað frá síðustu vaxtaákvörðun og væntingar um að hún verði undir spá seðlabankans á seinni hluta árs þá hafi gengi krónunnar lækkað á móti. Af þeim sökum verði verðbólga talsvert yfir spánni til lengri tíma litið.

Greining Íslandsbanka spáir því að einmitt af þeim sökum muni Seðlbankinn bregðast við gengisþróuninni með frekari hækkun stýrivaxta á næstunni og verði þeir komnir í 6,4% að meðaltali á næsta ári og og 6,7% árið 2014. Til samanburðar eru stýrivextir nú 5,75%.