Útlit er fyrir að ferðamönnum muni fjölga minna en spá Isavia í nóvember gerði ráð fyrir. Þetta kom fram í kynningu sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia, Hlynur Sigurðsson, hélt á fundi í morgun.Hann sagði jafnframt að þessar tölur gætu breyst afar hratt og yngra fólk bóðkaði ferðir sínar alltaf með styttri fyrirvara. Það sem af er þessu ári hefur erlendum ferðamönnum ekki fjölgað í takt við spár.

Spáin gerir ráð fyrir að fjölgun á erlendum ferðamönnum verði 2,6% en spáin frá því í nóvember gerði ráð fyrir að hún yrði 10,9%. Hin nýja spá er óbreytt hvað varðar fjölgun íslenskra farþega.

Þó erlenda ferðafólkinu muni fækka þá mun hlutfall skiptifarþega hækka hraðar en áður var gert ráð fyrir.

Icelandair og WOW air standa undir 80% af öllu framboði af flugi til og frá Keflavíkurflugvelli.Það sem af er degi hefur verð á bréfum í Icelandair lækkað um 3,61% í 136 milljóna króna viðskiptum.