Hagstofan spáir því að hagvöxtur verði 2,8% á þessu ári og 2,7% á því næsta. Ef rétt reynist þá verða þetta talsvert betri horfur en spáð er í Bandaríkjunum og að meðaltali á meginlandi Evrópu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í hagspá sem hann birti í vikunni gera ráð fyrir aðeins 2% hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári og aðeins 1% á næsta ári. Þá sagði matsfyrirtækið Fitch í endurskoðaðri hagspá sinni fyrir heimsbúskapinn gera ráð fyrir að hagvöxtur muni verða 2,2% á þessu árið í stað 2,7% eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Á móti muni hann verða 2,8% á næsta ári og 3,1% eftir tvö ár.

Fram kemur í þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag, segir að verðbólguhorfur hafi versnað, en launahækkanir umfram verðlag styðji vöxt einkaneyslu. Það vegur upp á móti lítilli fjárfestingu og nánast kyrrstöðu í samneyslunni.