Greiningardeild Arion banka kynnti nýja hagspá fyrir árin 2012 til 2014 á morgunfundi í höfuðstöðvum bankans í síðustu viku. Kristrún M. Frostadóttir og Davíð Stefánsson, hagfræðingar í greiningardeild bankans, kynntu hagspána og horfur á stöðu krónunnar.

Gert er ráð fyrir 2,9% hagvexti í ár og 3,5% á því næsta, sem einkum verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingum. Kristrún tók fram að lítið megi út af bera svo spáin gangi ekki eftir, bæði í tilviki einkaneyslunnar og atvinnufjárfestingar.

Davíð benti á að hrein staða þjóðarbúsins, það eru erlendar eignir á móti skuldum, sé ekki slæm í samanburði við mörg önnur ríki, eða neikvæð um 44% af landsframleiðslu. Það segi þó ekki alla söguna. Hann sagði viðskiptajöfnuðinn fara minnkandi samkvæmt spánni, og þar með gjaldeyristekjurnar. Gert er ráð fyrir 5% árlegri veikingu krónunnar á spátímanum.

Morgunverðafundur Greiningardeildar Aríon
Morgunverðafundur Greiningardeildar Aríon
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Fundargestir hlýddu á sérfræðinga greiningardeildar spá fyrir um efnahags- horfurnar.

Morgunverðafundur Greiningardeildar Aríon
Morgunverðafundur Greiningardeildar Aríon
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Gert er ráð fyrir því að fjárfestingar og einkaneysla drífi hagvöxt áfram.