Greiningardeild Arion banka spáir því að verðlag hækki um 0,3% á milli mánaða í júní og fari verðbólga við það úr 3,3% í maí í 3,1%. Deildin skrifar þróunina á hækkun á eldsneytis- og húsnæðisliðum. Hún mun síðan leita upp á við á ný og verða komin í 3,8% í sember.

Greiningardeildin segir í spá sinni sem birt er í Markaðspunktum að krónan sé nú ríflega 5% sterkari en í upphafi árs og skili gengisáhrifin 0,5-0,6% til lækkunar verðlags í mars, apríl og maí.

„Þrátt fyrir að gengislekinn sé ekki meiri þá teljum við ólíklegt að frekari áhrif eigi eftir að koma fram þar sem styrking krónunnar gekk að hluta til baka í maí og hefur haldist nánast óbreytt það sem af er júnímánuði,“ segir greiningardeildin og bendir á að þrátt fyrir að metföldi sæki landið heim í sumar þá séu engin merki þess efnis að skila sér í sumarstyrkingu krónunnar. Við þetta bætir greiningardeildin reyndar að líklegt verði að sveiflur verði litlar þar sem Seðlabankinn ætli að beita sér til að jafna sveiflur og kaupa tilbaka þann gjaldeyri sem nýttur var fyrr á árinu til að styðja við krónuna.