Greining Íslandsbanka spáir því í nýrri hagspá að hagvöxtur verði 3,2 til 3,4% á næstu tveimur árum. Í spánni er gert ráð fyrir því að hagvöxturinn á þessu ári verði á breiðum grunni og nægur til að draga úr slaka í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir því að vöxtur í neyslu, fjárfestingu og útflutningi keyri hagvöxtinn áfram. Hagvöxturinn er nálægt meðalhagvexti síðustu 30 ára.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að kaupmáttur launa aukist og vextir í sögulegu lágmarki að viðbættri eftirgjöf á skuldum fyrirtækja og heimila, hækkun eignaverðs og lágu raungengi. Samhliða því hafi dregið úr atvinnuleysi og störfum fjölgað. Gert er ráð fyrir því í þjóðhagsspáni að atvinnuleysi verði 5,7% á þessu ári og fari það niður í 4,6% á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir því að það fari niður fyrir 4% á næstu tveimur árum.