Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 3,3% í 3,2%. Þetta kemur fram á Hagsjá Landsbankans.

Hagstofan birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) mánudaginn 22. júlí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 3,3% í 3,2%," segir í Hagsjánni.

Við búumst við dæmigerðum júlímánuði þar sem áhrif sumarútsala til lækkunar á vísitölu neysluverðs og áhrif flugfargjalda til hækkunar vegast á. Við búumst við frekar litlum verðbreytingum í júlí fyrir utan þessa tvo liði."