*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 21. maí 2019 11:16

Spá 3,4% verðbólgu

Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,4% ársverðbólgu en maímæling VNV er væntanleg eftir viku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. maí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun milli mánaða að því er fram kemur í tilkynningu.

Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 3,3% í 3,4%. Spá okkar er 0,1 prósentustigi hærri en bráðabirgðaspá okkar frá því í apríl.

Skýrist breytingin af því að bensín hefur hækkað meira milli mánaða en við bjuggumst við og að krónan hefur veikst milli mánaða. Verð á evru hefur hækkað um 2,0% milli mánaða, verð á Bandaríkjadal um 2,6% og Brent hráolía um 1,0%.

Stikkorð: Landsbankinn Verðbólga Greining
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is