Verðbólga mun frá úr 4,6% í nóvember í 4,5% í þessum mánuði. Ef því sem á líður mun draga frekar úr verðbólgu, samkvæmt verðbólguspá Arion banka. Deildin gerir ráð fyrir 0,2% verðhjöðnun í janúar, 0,7% hækkun í febrúar og 1% hækkun í mars. Gangi allt eftir mun verðbólga vera komin niður í 3,6% í mars á næsta ári.

Greiningardeildin segir í Markaðspunktum sínum í dag að þrátt fyrir að sú styrking sem átti sér stað fyrr á árinu hafi ekki skilað sér nema að hluta í lægra innflutningsverðlagi þá virðist vera sem sú gengisleiðrétting sem kom í kjölfarið ætla að koma fram af fullum þunga. Síðustu mælingar hafa borið þess merki að gengisáhrif veikingarinnar í haust hafi verið að skila sér út í verðlagið til hækkunar.

„Þrátt fyrir að krónan hafi haldist nokkuð stöðug frá því í lok október þá teljum við að enn eigi verðbólgutölur eftir að vera smitaðar af gengisáhrifum, þó svo að áhrifin fjari hægt og bítandi út eftir því sem krónan helst stöðugri yfir lengri tíma,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.