Greiningardeild Arion banka spáir því að verðlag lækki um 0,4% í júlí frá fyrri mánuði, að því er kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 3,7% samanborið við 3,3% í júní. Júlí er útsölumánuður og því litast verðmælingar af þeim áhrifum, áhrifin ganga þó að fullu leyti til baka í ágúst og september.

Eldsneytisverð hefur hækkað að undanförnu sem vigtar að einhverju leyti á móti verðlækkunum á útsöluvörum. Flugliðurinn er stærsti óvissuþátturinn í spánni eins og svo oft áður. Gangi bráðbirgðaspá greiningardeildarinnar eftir til næstu þriggja mánaða þá verður ársverðbólgan komin í 4,5% í október.