Spá greiningaraðila í Bretlandi gerir ráð fyrir 4% verðbólgu síðari hluta næsta árs. Ef að spárnar ganga eftir yrði fjórföldun á verðbólgu milli ára. Stofnunin National Institute for Economic and Social Research, endurskoðaði mat sitt nýlega, en fyrri spá gerði ráð fyrir 3% verðbólgu á sama tíma.

Að mati greiningaraðilans þá byggi breska hagkerfið við alvarlegar áhættuþætti, sem gætu hægt á hagvexti í landinu.  Vísitala neysluverðs var 1% í september, en 0,6% í ágúst. Verðbólga í Bretlandi hefur ekki verið hærri í tvö ár.

Seðlabanki Englands endurmetur spá sína fyrir verðbólgu næsta fimmtudag. Eins og mikið hefur verið fjallað um hefur pundið veikst gagnvart evru og dollara í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr Evrópusambandinu og einn dollari er metinn á 1,22 dollara og 1,11 evru.