Greining Íslandsbanka segir verðbólgutölurnar sem Hagstofan birti í morgun hafa komið á óvart enda hafi þær verið þvert á spár. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% í stað þess að hækka um 0,3-0,5% en við það fór verðbólga úr 4,7% í 4,1%. Greiningin spáir því að vísitalan muni hækka um 0,5% á milli mánaða í september og haldi áfram að draga úr verðbólgu, hún fari í 4,0% í mánuðinum.

Samkvæmt spá Greiningarinnar er gert ráð fyrir því að verðbólgan haldist á bilinu 4% til 4,5% út árið og muni Peningastefnunefnd af þeim sökum halda stýrivöxtum óbreyttum.