*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 8. júní 2018 10:44

Spá 4,1% hagvexti í ár

Ný Hagsjá Landsbankans spáir 4,1% hagvexti í ár og 2,4% hagvexti á næsta ári.

Ritstjórn
Landsbanki Íslands, Austurstræti.
Aðsend mynd

Ný Hagsjá Landsbankans spáir 4,1% hagvexti í ár og 2,4% hagvexti á næsta ári. Síðasta spáin var gefin út í nóvember og gerði hún ráð fyrir 4,5% hagvexti í ár og 3,6% á næsta ári.

Ástæður fyrir lækkun spárinnar er minni aukning í fjárfestingu og útflutningi en gert var ráð fyrir í nóvember. 

Greingaraðilar eru almennt sammála um efnahagsþróun á Íslandi í spám sínum fyrir tímabilið 2019-2020. Tímabil sprengivaxtar í ferðaþjónustu er lokið og samfara hægari efnahagsuppgangi mun hægja á aukningu bæði inn- og útflutnings á spátímabilinu. 

Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu verður áfram jákvæður þó hann fari minnkandi. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is