*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 8. júlí 2021 10:43

Spá 4,2% verðbólgu í júlí

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að verðbólga í mánuðinum verði 4,2% og að 12 mánaða verðbólga verði 4,2%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt spá Íslandsbanka mun verðbólga mælast 4,2% en hún var 4,3% í júní. Talið er að verðbólga hjaðni þegar fram líða stundir og að markmiði Seðlabanka Íslands um 2,5% verðbólgu verði náð á seinni hluta næsta árs.

Búist er við því að vísitala neysluverða hækki um 0,1% í mánuðinum. Eldsneyti og flugfargjöld vega þyngst til hækkana á vísitölunni en að sumarútsölur á fötum og skóm muni aftur á móti vega á móti hækkunum.

Spá Landsbankans gerir hins vegar ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% á milli mánaða. Forsenda þeirrar hækkunar er sú að útsölur vegi ekki nógu þungt á móti hækkunum á eldsneyti, flugfargjöldum og húsaleigu. Gangi sú spá eftir hækkar verðbólga um 0,1 prósentustig og verður 4,4% í júlí. 

Leiðrétting: Í upphaflegu fréttinni stóð að spá Íslandsbanka gerði ráð fyrir 4,3% verðbólgu sem hefur verið leiðrétt.