IFS Greining spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% á milli mánða. Gangi það eftir mun verðbólga standa óbreytt í 4,6%. Greining Íslandsbanka býst á sama tíma við 0,4% hækkun vísitölunnar og að verðbólga fari í 4,7%. Hagstofan birtist næstu verðbólgutölur á miðvikudag í næstu viku.

Verðbólguspá IFS Greiningar og Greiningar Íslandsbanka eru nokkuð samhljóða. Báðar benda þær á matvöruverðshækkun í mánuðinum auk þess sem verðlækkun á fatnaði hafi gengið til baka í kjölfar útsöluloka. Á móti hafi gengisstyrking krónunnar skilað því að verð á bílum hafi lækkað auk þess sem flugfargjöld eru á svipaðri leið.

Í báðum verðbólguspám er því spáð að verðbólga haldist á svipuðum slóðum fram að áramótum.