Niðurstöður könnunar, sem Seðlabankinn gerði meðal markaðsaðila á skuldabréfamarkaðair, sýna að þeir gera ráð fyrir því að verðbólga hjaðni á næstu tveimur árum og verði 5% eftir tólf mánuði og 4,7% eftir tvö ár, en hún mældist 6,5% þegar könnunin var send markaðsaðilum. Sé litið til lengri tíma gera markaðsaðilar ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4,3% næstu tíu ár.

Markaðsaðilar vænta þess að stýrivextir Seðlabanka Íslands hækki um 0,75 prósentur það sem eftir lifir ársins og um 0,25 prósentur til viðbótar á fyrsta fjórðungi næsta árs. Samkvæmt þessu yrðu veðlánavextir Seðlabanka Íslands um 5,75% í lok mars 2013 en þeir eru nú 4,75%.

Þá gera þáttakendur í könnuninni ráð fyrir því að raunvextir haldi enn áfram að vera lágir, eða um 2% eftir tólf mánuði og verði í kringum 2,2% eftir fimm og tíu ár.