Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum en hækki þá um 25 punkta á öðrum ársfjórðungi og aftur síðar á árinu.

Greint verður frá vaxtaákvörðun nefndarinnar miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi.

Stýrivextir standa í 4,75%. Þeim var breytt þrívegis á síðasta ári, þar af voru þeir einu sinni lækkaðir um 25 punkta í febrúar. Þeir voru svo hækkaðir um 25 punkta á ný í apríl. Fyrir ári stóðu stýrivextir í 4,5%.

Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í dag kemur fram að í yfirlýsingu peningastefnunefndar við síðustu vaxtaákvörðun 7. desember í fyrra hafi tóninn verið gefinn um væntanlegar stýrivaxtabreytingar. Þar hafi sagt að í ljósi efnahagshorfa og hugsanlegra óhagstæðrar alþjóðlegrar efnahagsþróunar virðist núverandi vaxtastig um það bil við hæfi á komandi mánuðum. Þá hafi sagt að horft lengra fram á veginn verði hins vegar nauðsynlegt að draga úr núverandi slaka peningastefnunnar eftir því sem efnahagsbatanum vindur fram og dregur úr slaka í þjóðarbúskapnum.

Óhagstæð verðbólguþróun

Greiningin bendir á að frá síðustu vaxtaákvörðun hafi verðbólga aukist talsvert og megi búast við óhagstæðri verðbólguþróun næsta kastið en núverandi verðbólguspá Seðlabankans geri ráð fyrir. Það skýrist m.a. af gengisþróun krónunnar og hugsanlega meiri launaþrýstingi en spáin hljóðaði upp á auk þes sem skref í afnæmi gjaldeyrishafta geti knúið fram hækkun stýrivaxta. Af þeim sökum sé ekki útilokað að stýrivextir verði 0,5 prósentustigum hærri í lok árs en þeir eru nú, eða tir bankans verði 0,5 prósentustigum hærri í lok árs en þeir eru nú. Gangi það eftir fara stýrivextir í 5,25%