Í nýrri farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2017 kemur fram að að mikið áframhald verður á miklum og jákvæðum vexti farþegafjölda og er gert ráð fyrir að 8,75 milljónir ferþega fari um flugvöllinn á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia. Það er 28,3% fjölgun milli ára.

Þessi vöxtur á bæði við um farþega til og frá landinu og einnig skiptifarþega sem einungis millilenda hér á leið sinni yfir Atlantshafið. Að mati Isavia eru ánægjulegustu teiknin sem sjást í spánni er að það átak sem ferðaþjónustan í heild hefur farið við að fjölga ferðamönnum yfir vetratímann hefur skilað miklum árangri.

Nýta veturinn betur

„Þar hefur Isavia lagt sitt af mörkum með hvatakerfi sem veitir flugfélögum sem hefja nýjar heilsársflugleiðir afslátt af lendingargjöldum. Með þessari dreifingu yfir árið fæst mun betri nýting á innviðum og á það jafnt við um Keflavíkurflugvöll og alla aðra innviði, hvort sem um vegi, gistirými eða hverja aðra þjónustu er að ræða. Þetta er því lykilatriði í að gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein,“ segir í spá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll.

Til dæmis þá gerir spáin ráð fyrir því að brottfarafarþegum fjölgi um tæplega 70 þúsund milli janúar miðað við árið 2016. Hins vegar verður fjölgun farþega á sumarmánuðunum rúmlega 30 þúsund.

Framkvæmdir fyrir 43 milljarða

Framkvæmdir frá og með árinu 2012 og út árið 2017 verða samtals fyrir um 43 milljarða á Keflavíkurflugvelli. En Isavia tekur fram að meira þarf til og nú eru stórframkvæmdir í undirbúningi. Þó eru enn nokkur ár þangað til að þær miklu stækkanir sem unnið er að verða teknar í noktun. Því er skynsamlegt að reyna að dreifa flugumferð yfir allan sólahringinn eins og nú hefur verið gert.

Samkvæmt spá Isavia kemur einnig fram að Íslendingar hafa aldrei ferðast eins mikið. Gert er ráð fyrir 7,4% aukningu íslenskra ferðamanna milli ára. Gangi sú spá eftir mun heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verða um 563 þúsund. Metið frá árinu 2007 verður slegið í ár og ef spáin fyrir næsta ár rætist verður það slegið aftur þá. Þó eru Íslendingar einungis 20% af þeim farþegum sem ferðast um Keflavíkurflugvöll til og frá Íslandi.

28,3% fjölgun

Samkvæmt farþegaspá Isavia kemur farþegahreyfingum ársins 2017 að fjölga um 28,3% milli ára og verða eins og áður segir, 8,75 milljónir. „Allt stefnir í að árið 2016 muni enda í 6,8 milljónum farþega sem er 40,3% fjölgun frá fyrra ári. Þó prósentuaukningin sé mun minni árið 2017 en 2016 er um nánast sömu aukningu í farþegafjölda að ræða, eða um tvær milljónir á milli ára,“ segir í fréttatilkynningu Isavia.

2 milljónir er einmitt sá fjöldi sem fór um flugvöllinn árið 2010, sem tákn um það hve hröð fjölgunin hefur verið. Skiptifarþegar verða í fyrsta sinn fleiri en komu- eða brottfararfarþegar. Skiptifarþegar verða um 3,1 milljón, komufarþegar um 2,8 milljón og sömu sögu má segja um brottfararfarþega.