Enn eru að koma fram upplýsingar um umfang á vandamálum tengdum svokölluðum annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Á meðan ekki er ljóst hversu stórt þetta vandamál er virðast fjárfestar vera varkárari og áhættufælnari en áður var. Ástandið á erlendum hlutabréfamörkuðum er enn viðkvæmt en markaðir virðast þó hafa hrist af sér eitthvað af svartsýninni sem einkenndi þróunina í síðustu viku. Við spáum því að ástandið á hlutabréfamörkuðum, þar með talið íslenska markaðinum, verði áfram viðkvæmt á næstu vikum,? segir greiningardeildin.