Væntingar um að stóriðjuframkvæmdum verði haldið áfram eftir að núverandi verkefnum lýkur snéru við væntingum á gjaldeyrismarkaði og hefur krónan styrkst á síðustu dögum. Spá Greiningardeildar Landsbankans gerir áfram ráð fyrir að gengisvístalan haldist að meðaltali í 115 stigum það sem eftir er ársins og fram undir mitt næsta ár, en að þá taki við tímabil gengislækkunar sem vari tiltölulega skamman tíma líkt og gerðist undir lok síðustu efnahagsuppsveiflu.

Þetta kemur fram í riti greiningardeildar Landsbankans um efnahagsmál og skuldabréf í maí sem var að koma út.