Talið er að fellibylurinn Gústav muni skaða olíuframleiðslutæki meira talið var í fyrstu og líklega meira en fellibylurinn Katrína gerði árið 2005.

Nú þegar hefur 77% olíuvinnslustöðva við Mexíkóflóa verið lokað, þar sem vinnuafl er flutt í burtu vegna yfirvofandi hættu. Á svæðinu er fjórðungur af hráolíu Bandaríkjanna framleidd.

BBC greinir frá þessu.

Exxon olíufélagið hefur greint frá því að framleiðsla hafi dregist saman um 28.000 tunnur á dag vegna fellibyljarins.

Einnig hefur framleiðsla á jarðgasi minnkað um 180 milljón rúmfet, en 37% gasvinnslustöðva í Mexíkóflóa hefur verið lokað.