Spár nokkurra helstu greiningaraðila gefa til kynna hækkun á S&P 500 hlutabréfavísitölunni á þessu ári samkvæmt Bloomberg, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Spáð er 8% hækkun vísitölunnar að jafnaði og spárnar liggja á bilinu 10% lækkun til 23% hækkun vísitölunnar. Flestir reikna þó með hækkun á árinu. Reiknað er með áframhaldandi vexti hagnaðar á þessu ári.

Fyrirtæki sem framleiða munaðarvörur er spáð mestum hagnaði, eða 26%, en minnstum vexti hagnaðar er spáð hjá fyrirtækjum í framleiðslu neytendavara, 5,3%.

Auk þess er talið að stýrivextir í Bandaríkjunum nái hámarki á árinu í um 4,75% ef marka má fólgna framvirka vexti.

Á árinu 2005 hækkaði hlutabréfaverð í heiminum um 13,7%, segir greiningardeild Íslandsbanki, en þó aðeins um 3,8% í Bandaríkjunum á móti um 21,6% í Evrópu.

?Hækkun í Asíu stendur upp úr en þar hækkaði hlutabréfaverð um 39% á árinu sem má að mestu rekja til hækkunar í Japan" segir greiningardeildin.

Spár gefa til kynna að verðbólga taki nú loks við af verðhjöðnun í Japan en slíkar spár hafa þó heyrst áður, bæta þeir við.

Benda þeir á að Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 64,7% á árinu 2005 og því hefur ávöxtun á innlendum markaði verið vel umfram það sem sést hefur á erlendum mörkuðum.