Greiningardeild Arion banka spáir óbreyttum stýrivöxtum í kjölfar stýrivaxtarákvörðunar Seðlabankans 5. október næstkomandi.

Nýjar tölur sýna meiri verðlagshækkun

Spáin byggir á því að tölur um hækkun verðlags í september sem birtar voru í morgun hafi verið yfir væntingum, en þangað til þær tölur birtust bjóst bankinn við að tilefni væri til lækkunar vaxta til lengri tíma.

Hækkunin sem fram kom í tölunum skýrist fyrst og fremst af því að húsnæðisliðurinn hefur verið vanmetinn megnið af árinu, og þar með vísitalan sjálf fyrir neysluverð. Þvert á það sem áður hefur komið fram þá hefur því verðlag ekki farið undir vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.

Verbólguvæntingar hækkuðu

Verðbólguvæntingar á markaði hafa hækkað nokkuð skarpt svo í kjölfarið sem og að nýlegar hagtölur um þróun innlendrar eftirspurnar gefa ekki tilefni til lækkunar vaxta.

Á móti kemur að verðbólguhorfur eru betri en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum sem helgast af 3% styrkingu krónunnar frá síðustu vaxtaákvörðun svo verð á innfluttum vörum mun líklega halda áfram að lækka.

Gjaldeyriskaup óbreytt

Jafnframt spáir greiningardeildin að ekki verði gerðar neinar breytingar á gjaldeyrisinnkaupum fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót þegar væntanleg lög um losun fjármagnshafta öðlast fullt gildi.

Greiningardeildin lýsir sig ósammála verðbólguspá Seðlabankans og telja þeir að verðbólgan verði nær verðbólgumarkmiði í árslok 2017. Jafnframt segja þeir að það vanti stutt verðtryggt ríkisbréf á markað til að geta mælt skammtíma verðbólguálag.

Reiknuðu ekki með jafnörum vexti þjóðarútgjalda

Einnig telur greiningardeildin að tölur Hagstofunnar frá 9. september um landsframleiðslu gefi til kynna örari vöxt þjóðarútgjalda en Seðlabankinn hafi reiknað með.

Segja þeir að ef bankinn treystir á tölur Hagstofunnar þá eiga þeir ekki von á að 29,5% vöxtur fjárfestingar og 7,7% vöxtur einkaneyslu, auk 13,2% aukna kortaveltu einstaklinga í ágúst miðað við árið á undan.

Þetta allt ásamt því að nýtt hámark atvinnuþátttöku frá árinu 2006, sem mældist 84,5% í ágúst, eru væntanlega ekki tilefni til aukins peningalegs slaka. Svo stýrivextir verða áfram óbreyttir samkvæmt spá greiningardeildar Arion banka.