Hagfræðideild Landsbankans spáir áframhaldandi hækkun húsnæðisverð á næstu árum, eða um 9% á þessu ári, 7,5% á því næsta og 7% árið 2016. Þetta kemur fram í hagsjá.

Í hagsjánni kemur fram að verð á fasteignum hafi hækkað mikið síðustu misseri vegna mikillar eftirspurnar en lítils framboð á húsnæði. Þó virðist aukning nýrra íbúðalána hafa farið minnkandi og skýrist það mögulega af aukinni þátttöku fyrirtækja, fjárfestingarsjóða og efnameiri einstaklinga í fjármögnun fasteignaviðskipta.

Einnig kemur fram að ýmislegt bendi til þess að íbúðafjárfesting muni fara vaxandi. Íbúðafjárfesting árið 2013 jókst um tæp 11% samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Í nóvember spáði Hagfræðideild Landsbankans 15% aukningu í íbúðafjárfestingum á árunum 2014 og 2015 og 10% árið 2016. Í ljósi þess að ýmis verkefni hafa tafist spáir deildin nú 18% aukningu í ár og 20% aukningu á árunum 2015 og 2016.