Í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans er íslenskum mjólkurmarkaði gerð skil en þar kemur m.a. fram að framleiðsla á mjólkurvörum hefur yfirleitt verið umfram eftirspurn auk þess sem að verðmæti mjólkurframleiðslunnar er tæplega 40% af heildarverðmæti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu.

Í Hagsjánni kemur fram að heildartekjur kúabænda vegna mjólkurframleiðslu hafi numið um 13,4 ma.kr. árið 2010 en þar af voru styrkir úr ríkissjóði um 5,6 ma.kr. eða 41,8% tekna. Sama ár var heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslu á Íslandi um 34 ma.kr., samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmæti mjólkurframleiðslunnar var því tæplega 40% af heildarverðmæti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu.

Þá kemur einnig fram að Hagfræðideild Landsbankans spáir hóflegri aukningu eftirspurn eftir mjólkurvörum á næstu árum en hingað til hefur eftirspurnin fylgt mannfjöldaþróun nokkuð náið eftir.