Vísitala neysluverðs hækkar um 0,2% á milli mánaða í ágúst og fer verðbólga við það úr 3,8% í 4,2%, gangi verðbólguspá IFS Greiningar eftir. Verð það raunin mun verðbólgan verða svipuð og um síðustu áramót.

Þá er gert ráð fyrir því að verðbólga undanfarna þrjá mánuði hækki úr 0,9% í 1,9%. Þetta er nokkurn vegin í takt við aðrar verðbólguspár.

Í verðbólguspá IFS Greiningar segir að útsölulok hafi áhrif á vísitöluna til hækkunar á meðan flutningaliðurinn lækkar. Bent er á að í síðasta mánuði hafi útsölur á fötum og skóm skilað verðlækkun upp á 10,4%. Gera megi ráð fyrir því að nú þegar útsölum er lokið hækki verðið um 6,5%.

Þá spáir IFS Greining því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,2% á milli mánaða og að byggingarvísitalan standi í stað. Þá segir IFS Greining að verð á bensíni og díselolíu hafi lækkað. Á móti hækkaði verð á flugi til útlanda um 11,6% í júnímánuði og fór niður um 5,9% í síðasta mánuði. Samkvæmt mælingum IFS Greiningar á helstu flugleiðum er gert ráð fyrir því að verð á flugi til útlanda lækki um 7% frá fyrri mánuði. Á móti því bendir verðmæling IFS Greiningar til að nokkrir liðir í matarkörfunni hækki í ágúst. Helst séu það ávextir, grænmeti og kartöflur, fiskur, gos og aðrar grunnvörur. Aðrir liðir lækka eða breytast lítið.

Verðbólguspá IFS Greiningar