© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Tólf mánaða verðbólga í ágúst er óbreytt frá fyrri mánuði í 5%. IFS greining spáir því verðbólgan hækki á ný þar sem útsöluáhrif ganga frekar til baka. Samkvæmt bráðabirgðaspá þeirra verður tólf mánaða verðbólgan í september 5,4%.

Í spá IFS segir að áhrif undirritaðra kjarasamninga koma fram á næstu mánuðum og þrýsta upp verðlagi, sérstaklega í þjónustugeiranum. Þá segir að olíuverð hafi lækkað nokkuð frá ágústmælingu Hagstofunnar. Bensínverð á Íslandi hefur tekið að fylgja því eftir síðustu daga og má þess vegna vænta að það hafi neikvæð áhrif á vísitöluna í september.

Bráðabirgðaspá IFS fyrir næstu mánuði þar á eftir er eftirfarandi: +0,5% í október, +0,3% í nóvember, +0,2% í desember og -0,4% í janúar 2012.